Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

332 | Fullnusta refsinga (heildarlög)

145. þing | 10.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 26 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti, að varnaðaráhrif refsinga séu virk, að draga úr líkum á ítrekun brota og stuðla að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu. 

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið er ítarlegra en núgildandi löggjöf. Í því eru meðal annars ákvæði um stjórnsýslu fangelsismála, fullnustu óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga, réttindi og skyldur fanga, menntun fangavarða, rýmkun samfélagsþjónustu, reynslulausn og skilorðsbundnar refsingar og náðun.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fullnustu refsinga nr. 49/2005.

Kostnaður og tekjur: Áætlað er að útgjöld Fangelsismálastofnunar kunni að aukast sem nemur kostnaði við um tvö störf í tengslum við aukna fullnustu refsingar með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti en af því leiðir á móti sparnaður í rekstri fangarýma. Gert er ráð fyrir að breytingarnar rúmist innan fjárheimilda sem tilheyra þessum málaflokki.

Aðrar upplýsingar:

Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar (2009). Ríkisendurskoðun.
Fangelsismál. Reynslulausn. Meinbugir á lögum. (Mál nr. 6424/2011). Álit Umboðsmanns Alþingis.
Helgi Gunnlaugsson ...[et.al.] (2001). Ítrekunartíðni afbrota á ÍslandiTímarit lögfræðinga 51 (1), s. 25–42.
Retur : en nordisk undersøgelse af recidiv blandt klienter i kriminalforsorgen (2010). Fangelsismálastofnun ríkisins o.fl.
Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010). Ríkisendurskoðun.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om fuldbyrdelse af straf m.v. LBK nr 1242 af 11/11/2015.

Noregur
Lov om gjennomføring av straff mv. LOV-2001-05-18-21.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Kafli 2c.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru nokkuð jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við margar greinar frumvarpsins. 

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með allnokkrum breytingum. Meðal annars voru breytingar sem vörðuðu 10. gr,. um bakgrunnsskoðanir starfsmanna fangelsa, og í 11. gr. er hugtakið barnaverndaryfirvöld nú skilgreint þannig að það eigi við það ráðuneyti sem fer með barnaverndarmálefni hverju sinni og undirstofnanir þess.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 399 | 10.11.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 904 | 26.2.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 905 | 26.2.2016
Þingskjal 912 | 1.3.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 913 | 1.3.2016
Þingskjal 914 | 29.2.2016
Flutningsmenn: Helgi Hrafn Gunnarsson
Þingskjal 937 | 14.3.2016
Þingskjal 981 | 10.3.2016
Þingskjal 1025 | 16.3.2016

Umsagnir