Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Megintilgangur frumvarpsins er að gera sjúkratryggðum kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki EES-samningsins og heimila endurgreiðslu kostnaðar að því marki sem sjúkratryggingar greiða fyrir sambærilega þjónustu hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar: Verið er að innleiða Evróputilskipanir til þess að greiða fyrir aðgengi að heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, tryggja frjálst flæði sjúklinga innan sambandsins og stuðla að samvinnu um heilbrigðisþjónustu á milli aðildarríkja. Einnig verður viðurkenning á lyfseðlum sem eru gefnir út í öðrum aðildarríkjum auðvelduð.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Heildarkostnaður vegna verkefnisins er áætlaður 33,5 m.kr. á ársgrundvelli.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/24/ESB frá 9. mars 2011 um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. (Bls. 888-908).
Umsagnir (helstu atriði): Gerðar voru athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins. Sjúkratryggingar Íslands töldu kostnaðarmat of lágt.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeirri breytingu að endurgreiðslur eru takmarkaðar á grundvelli brýnna almannahagsmuna.
Fjölmiðlaumfjöllun: Óttuðust flóð sjúklinga til útlanda [fréttaskýring]. Visir.is 24.2.2016.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál