Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta skipulagslögum hvað varðar grenndarkynningu.
Helstu breytingar og nýjungar: Breyta á ákvæðum er varða grenndarkynningu og skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis. Með breytingunni er skýrt að sveitarstjórn getur ákveðið að fara hefðbundna leið við breytingu deiliskipulags og einnig getur hún fallið frá grenndarkynningu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á skipulagslögum nr. 123/2010.
Kostnaður og tekjur: Hefur engin áhrif á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítilsháttar orðalagsbreytingu.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd