Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

2 | Ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016 (breyting ýmissa laga)

145. þing | 8.9.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 34 | Þingskjöl: 11 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016.

Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingarnar eru lækkun skatthlutfalls um 0,18 prósentustig í þrepi 1 og um 1,3 prósentustig í skattþrepi 2. Fyrir árið 2017 lækkar skatthlutfall í þrepi 1 aftur um 0,18 prósentustig og þrep 2 fellur út. Verða þá einungis tvö þrep með 22,50% og 31,8% skatthlutfalli. Þessi aðgerð mun lækka tekjur ríkissjóðs um 5,5 milljarða árið 2016 og um 11 milljarða árið 2017. Þá er lagt til að felldir verði niður tollar af öllum vörum öðrum en landbúnaðarafurðum og tilteknum matvælum og mun það kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða árið 2016 og 5,7 milljarða árið 2017. Flestar aðrar breytingar eru minniháttar og tengjast framlengingu bráðabirgðaákvæða og gjaldskrárhækkun að undanskildu ákvæði um afnám ívilnunar bílaleiga af vörugjaldi en gert er ráð fyrir að það falli að fullu úr gildi 2017.

Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 22 lögum.

Kostnaður og tekjur: Lækkar tekjur ríkissjóðs um 8 milljarða árið 2016 og tæpa 15 milljarða árið 2017.

Umsagnir (helstu atriði): Fjölmargar athugasemdir bárust og ýmsum atriðum frumvarpsins var mótmælt.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum er varða samsköttun, afnám tolla og auk þess var bílaleiguákvæðinu frestað um eitt ár.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 2 | 8.9.2015
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 577 | 3.12.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 578 | 3.12.2015
Þingskjal 581 | 4.12.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 637 | 15.12.2015
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 662 | 18.12.2015
Þingskjal 678 | 19.12.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 680 | 19.12.2015
Þingskjal 708 | 19.12.2015

Umsagnir

KPMG ehf. (umsögn)
KPMG ehf. (umsögn)
Samtök atvinnulífsins (viðbótarumsögn)
Strætó bs (umsögn)