Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið
Markmið: Að sameina Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun
Helstu breytingar og nýjungar: Meginatriði gildandi laga um þessar stofnanir halda sér.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög. Lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna nr. 64/1965 (Hafrannsóknarstofnun) og lög um Veiðimálastofnun nr. 59/2006 falla úr gildi.
Kostnaður og tekjur: Talið er að varanlegur sparnaður verði rúmar 50 milljónir á ári en kostnaður á bilinu 100-200 milljónir króna falli til vegna biðlauna og ýmissa breytinga á árunum 2016 og 2017.
Aðrar upplýsingar: Hafrannsóknastofnun
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir almennt jákvæðar en fram komu áhyggjur af starfsöryggi starfsmanna.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum. Lögin taka gildi 1. júlí 2016. Heiti hinnar nýju sameinuðu stofnunar verður: Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd