Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að auðvelda líffæragjafir látinna einstaklinga.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjöf, þ.e. að hinn látni hefði verið samþykkur brottnámi líffæris eða lífræns efnis að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um brottnám líffæra nr. 16/1991.
Kostnaður og tekjur: Kostnaður við aðgerðir til að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum á Íslandi er áætlaður 25–30 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Fjölmiðlaumfjöllun: Aðstandendur geta enn hafnað líffæragjöf þrátt fyrir að fyrir liggi samþykki hins látna. Visir.is 1.7.2015.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi