Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

156 | Þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið (notkun fánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu)

145. þing | 23.9.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að rýmka heimild til notkunar íslenska þjóðfánans þannig að unnt verði að nota hann til að auðkenna íslenska framleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna, án sérstaks leyfis. Undantekning er þegar fáninn er notaður í vörumerki sem skal skrásetja hjá Einkaleyfastofunni. Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með notkun fánans við markaðssetningu á vörum og þjónustu ásamt því að veita leyfi fyrir notkun fánans í vörumerki. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið nr. 34/1944.

Kostnaður og tekjur: Áhrif frumvarpsins á útgjöld ríkissjóðs eru talin óveruleg.

Aðrar upplýsingar:

Upplýsingavefur um íslenska fánann á vef forsætisráðuneytisins. Fáninn.
Einkaleyfastofan.
Neytendastofa.

Lög, reglur og leiðbeiningar á Norðurlöndum
Danmörk
Í Danmörku er ekki sérstök fánalöggjöf. Reglur sem gilda um notkun hans eru á vef danska dómsmálaráðuneytisins: Flagning i Danmark.

Noregur
Lov om Norges Flag (flaggloven) LOV-1898-12-10-1.
Forskrift angående bruk av statsflagget og handelsflagget FOR-1927-10-21-9733.
Í 15. gr. norsku vörumerkjalaganna kemur fram að leyfi þurfi fyrir notkun fánans í vörumerki. Lov om beskyttelse av varemerker (varemerkeloven) LOV-2010-03-26-8.

Svíþjóð
Lag (1982:269) om Sveriges flagga. 
Förordning (1983:826) med riktlinjer för färgnyanserna i Sveriges flagga.
Förordning (1982:270) om allmänna flaggdagar.
Á vef sænska þjóðskjalasafnsins eru nánari upplýsingar um notkun fánans: Sveriges flagga

Finnland
Lag om Finlands flagga 26.5.1978/380.
Förordning om flaggning med Finlands flagga 26.5.1978/383.
Statsrådets beslut om färgerna i Finlands flagga 827/1993.
Reglur um notkun fánans á vef finnska innanríkisráðuneytisins: Finlands flagga och vapen.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 156 | 23.9.2015
Þingskjal 773 | 1.2.2016
Þingskjal 1168 | 14.4.2016
Þingskjal 1182 | 19.4.2016

Umsagnir