Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að rýmka heimild til notkunar íslenska þjóðfánans þannig að unnt verði að nota hann til að auðkenna íslenska framleiðslu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna, án sérstaks leyfis. Undantekning er þegar fáninn er notaður í vörumerki sem skal skrásetja hjá Einkaleyfastofunni. Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með notkun fánans við markaðssetningu á vörum og þjónustu ásamt því að veita leyfi fyrir notkun fánans í vörumerki.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið nr. 34/1944.
Kostnaður og tekjur: Áhrif frumvarpsins á útgjöld ríkissjóðs eru talin óveruleg.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti