Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að ábyrgri stjórn opinberra fjármála.
Helstu breytingar og nýjungar: Breytingarnar snúa að aukinni áherslu á stefnumótun um opinber fjármál, breytingum á framsetningu fjárlaga, bættum úrræðum til að bregðast við frávikum og aðlögun að alþjóðlegum stöðlum um reikningshald ríkisins. Helstu atriðin eru að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í opinberum fjármálum og skipað skuli fjármálaráð sem leggur mat á hvort stefnunni sé framfylgt. Við framlagningu á frumvarpi til fjárlaga verður leitað heimilda til útgjalda eftir málefnasviðum og málaflokkum í stað fjárlagaliða einstakra stofnana og verkefna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög sem koma í stað laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997.
Kostnaður og tekjur: Varanlegur kostnaðarauki er talinn vera um 370-480 milljónir króna en tímabundinn kostnaður um 440-620 milljónir, þ.e. um 1 milljarður fyrsta árið en í kringum 400 milljónir eftir það.
Aðrar upplýsingar:
Traust stoð opinberrar fjármálastjórnar mikilvæg. Fréttatilkynning frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 9. okt. 2014.
Iceland. Toward a New Organic Budget Law (2012). Washington: International Monetary Fund.
Government Finance Statistics Manuals and Guides (2014). Washington: International Monetary Fund.
Reglugerð um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta nr. 1061/2004.
Sigurður Rúnar Sigurjónsson (2004). Fjárlagaferli þjóðþinga. Lokaverkefni (M.S.) viðskiptafræði, H.Í.
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust með athugasemdum og ábendingum.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins