Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að bregðast við vanda lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
Helstu breytingar og nýjungar: Samkvæmt núgildandi ákvæði má munurinn á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga ekki vera meiri en 10% en komið hefur í ljós að hann er meiri og þess vegna er heimildin hækkuð í 15%. Heimildin er tímabundin en unnið er að varanlegri lausn á vanda lífeyrissjóðsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Verið er að breyta lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.
Kostnaður og tekjur: Hefur hvorki áhrif á ríkissjóð né fjárhag sveitarfélaga.
Aðrar upplýsingar: Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál