Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Heildarendurskoðun á gildandi lögum um Ríkisendurskoðun í þeim tilgangi meðal annars að styrkja frekar eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu.
Helstu breytingar og nýjungar:
Ríkisendurskoðandi verður kosinn af Alþingi í stað þess að vera ráðinn af forsætisnefnd. Kveðið er á um rétt til umsagnar um drög að skýrslum og aðgangur almennings að upplýsingum er rýmkaður. Gert er ráð fyrir að ríkisendurskoðandi greini forsætisnefnd frá umfangi beiðna og áætluðum skýrsluskilum og lagt er til að forsætisnefnd ákveði starfskjör ríkisendurskoðanda.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Ríkisendurskoðun nr. 86/1997.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins