Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

11 | Almenn hegningarlög (bann við hefndarklámi)

145. þing | 10.9.2015 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.2.2016)

Samantekt

Markmið: Markmið frumvarpsins er að tryggja að sökin vegna dreifingar hefndarkláms lendi á dreifendum þess og skýr skilaboð séu gefin til þolenda um að brotin séu tekin alvarlega.

Helstu breytingar og nýjungar: Dreifing hefndarkláms er gerð refsiverð.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum.


Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven LBK nr 873 af 09/07/2015.
27. kafli. § 264 d.

Noregur
Almindelig borgerlig Straffelov LOV-1902-05-22-10.

Svíþjóð
Í Svíþjóð er ekki í gildi sérstök löggjöf sem gerir hefndarklám refsinæmt. Við vissar aðstæður getur dreifing kynferðislegs myndefnis, sem brýtur gegn friðhelgi einstaklings, fallið undir ákvæði þarlendra hegningarlaga um róg eða ærumeiðingar.
Brottsbalk (1962:700).
1. gr. 5. kafli.
2. gr. 5. kafli.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
24. kafli.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Umsagnir