Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 65 | Þingskjöl: 34 | Staða: Lokið
Markmið:
Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.
Helstu breytingar og nýjungar: Stefnt er að afnámi tolla á fatnað og skó, síðar afnámi tolla á tiltekin matvæli. Einnig er stefnt að lækkun tekjuskatts í tveimur áföngum, hækkun barnabóta, hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og hækkun atvinnuleysisbóta.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf breytingar á 23 lögum vegna tekjuhliðar og 14 lögum vegna gjaldahliðar frumvarpsins.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að tekjur verði alls 696,3 milljarðar króna. Gjöld verði samtals 681,0 milljarðar og að heildartekjujöfnuður ríkissjóðs verði 15,3 milljarðar króna.
Aðrar upplýsingar: Hagtölur í myndum.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins