Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

99 | Merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja (EES-reglur)

144. þing | 15.9.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evróputilskipun.

Helstu breytingar og nýjungar: Gildissvið núgildandi laga er víkkað þannig að þau nái einnig yfir orkutengdar vörur sem notaðar eru í byggingastarfsemi. Eftirlit verður flutt frá Neytendastofu til Mannvirkjastofnunar og valdheimildir skýrðar betur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. nr. 72/1994 og eiga lögin að heita: Lög um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Mannvirkjastofnun.

Neytendastofa.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30 ESB frá 19. maí 2010 um merkingar og staðlaðar vörulýsingar á orkutengdum vörum er greina frá notkun þeirra á orku og öðrum aðföngum (bls. 407).

 

Umsagnir (helstu atriði): Þrjár umsagnir bárust.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 99 | 15.9.2014
Þingskjal 588 | 27.11.2014
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 854 | 22.1.2015
Þingskjal 879 | 28.1.2015

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 24.10.2014
Neytendastofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 24.10.2014
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 4.11.2014
Samtök atvinnulífsins, viðbótarums. (umsögn)