Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

98 | Visthönnun vöru sem notar orku (EES-reglur)

144. þing | 15.9.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evróputilskipun.

Helstu breytingar og nýjungar: Helsta breyting felst í því að lögin munu ná til allra orkutengdra vara í stað þess að ná eingöngu til vara sem nota orku. Aðrar breytingar eru minni háttar og tengjast innleiðingu á nýrri Evróputilskipun auk þess sem valdheimildir Mannvirkjastofnunar vegna eftirlits og brota á lögunum verða tryggðar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku, og innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Neytendastofa.

Mannvirkjastofnun.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB, um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.

Umsagnir (helstu atriði): Umsögn barst frá Neytendastofu sem mótmælti flutningi verkefna til Mannvirkjastofnunar.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 98 | 15.9.2014
Þingskjal 334 | 20.10.2014
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 566 | 19.11.2014
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 616 | 28.11.2014

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 24.10.2014
Neytendastofa (umsögn)