Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að heimila stofnun ríkisolíufélags.
Helstu breytingar og nýjungar: Félagið skal sjá um alla umsýslu og framkvæmd á þátttöku ríkisins í útgefnum kolvetnisleyfum eða tengdri starfsemi og vera leyfishafi fyrir hönd ríkisins í þeim leyfum sem ríkið tekur þátt í. Sérstaklega er tekið fram að félaginu verði óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki. Gert er ráð fyrir að frumvarpið öðlist lagagildi við samþykkt þess en komi til framkvæmda þegar ákvörðun um stofnun hlutafélags liggur fyrir.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en vísað er til laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.
Kostnaður og tekjur: Stofnkostnaður er áætlaður um 20 milljónir króna.
Aðrar upplýsingar:
Norska ríkisolíufélagið Petoro.
Grænlenska ríkisolíufélagið Nunaoil.
Umsagnir (helstu atriði): Tvær umsagnir án athugasemda bárust.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að hert er á hæfniskröfum stjórnenda.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Atvinnuvegir: Viðskipti