Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða tilskipun ESB um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í verslunarviðskiptum milli fyrirtækja skuli ekki veittur lengri greiðslufrestur en 60 almanaksdagar, nema um annað sé samið. Þegar um verslunarviðskipti milli fyrirtækja og opinberra aðila er að ræða skuli gert ráð fyrir 30 almanaksdögum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Þetta er frumvarp að nýjum lögum en einnig er gerð lítils háttar breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Innleiða á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum, sjá: Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn. Fylgiskjal II, bls. 5.
Umsagnir (helstu atriði): Tvær umsagnir bárust og í annarri þeirra (Motus) er talið að innleiðing tilskipunarinnar sé ekki fullnægjandi með þeim hætti sem hér er viðhafður.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti