Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

798 | Kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

144. þing | 12.6.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að binda endi á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til bann við verkfallsaðgerðum og frekari vinnustöðvunum eða öðrum aðgerðum sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna (BHM) og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skal Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 15. ágúst 2015 ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frumvarpið nær til.

Kostnaður og tekjur: Talið er að kostnaður við gerðardóm geti orðið 10-15 milljónir króna.

Aðrar upplýsingar: Lög um kjarasamning opinberra starfsmanna nr. 94/1986.

Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.
Dómur Hæstaréttar nr. 167/2002, í máli Alþýðusambands Íslands gegn íslenska ríkinu og Samtökum atvinnulífsins.

Lög á verkföll frá árinu 2000:
Frestun á verkfalli fiskimanna. Lög nr. 8/2001.
Kjaramál fiskimanna og fleira (breyting ýmissa laga). Lög nr.34/2001.
Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum. Lög nr.117/2004.
Kjaramál flugvirkja (bann við vinnustöðvunum). Lög nr. 17/2010.
Frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE. Lög nr. 24/2014.
Frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf. Lög nr. 34/2014.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar voru ósáttir við frumvarpið.

Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 1419 | 12.6.2015
Þingskjal 1432 | 13.6.2015
Þingskjal 1433 | 13.6.2015
Þingskjal 1434 | 13.6.2015
Þingskjal 1435 | 13.6.2015

Umsagnir

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (lagt fram á fundi) (minnisblað)