Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (17.8.2015)
Markmið: Að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda þannig að stuðningurinn verði jafnari húsnæðisstuðningi við kaupendur íbúðarhúsnæðis innan vaxtabótakerfisins. Frumvarpið er liður í að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera við ólík búsetuform.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að félags- og húsnæðismálaráðherra fari með yfirstjórn húsnæðisbóta til leigjenda og Tryggingastofnun ríkisins fari með framkvæmdina. Þannig flyst stjórnsýsla og umsýsla með almennum húsaleigubótum frá sveitarfélögum til ríkisins. Greiðsla sérstakra húsaleigubóta því til viðbótar verður eftir sem áður á hendi sveitarfélaga. Lagt er til að húsnæðisbætur verði greiddar mánaðarlega líkt og húsaleigubætur og að grunnfjárhæðir taki mið af fjölda heimilismanna óháð aldri.
Breytingar á lögum og tengd mál: Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um húsaleigubætur nr. 138/1997.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna húsnæðisbóta til leigjenda aukist varanlega um liðlega 2 milljarða kr. á ári og verði nálægt 6,6 milljörðum kr. frá og með árinu 2017 miðað við núgildandi verðlag.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Velferðarráðuneytið, maí 2014.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál