Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að losa um fjármagnshöft.
Helstu breytingar og nýjungar: Skattstofn verði heildareignir skattskylds aðila þann 31. desember 2015 og skatthlutfall verði 39%. Heimilt verði að draga andvirði fyrirframskilgreindra langtímafjárfestinga skattskylds aðila, í skuldaviðurkenningu innlends viðskiptabanka eða sparisjóðs, frá reiknuðum skatti gegn greiðslu í eigin reiðufé í erlendum gjaldeyri eftir 30. júní til og með 31. desember 2015. Stöðugleikaskattur verði lagður á 15. apríl 2016.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög. Breyta á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og lögin ná til aðila sem áður störfuðu sem fjármálafyrirtæki á grundvelli laga nr. 161/2002.
Kostnaður og tekjur: Ríkissjóður getur einungis haft tekjur af þessari lagasetningu en hvað þær verða miklar er alls óvíst. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að tekjurnar geti numið 600-900 milljörðum króna.
Aðrar upplýsingar: Heildstæð aðgerðaráætlun til losunar fjármagnshafta kynnt. Fréttatilkynning og upplýsingaefni frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 8. júní 2015.
Umsagnir (helstu atriði): Margar umsagnir bárust þar sem gerðar voru athugasemdir við ýmsar greinar.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti