Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að bregðast við bágri stöðu lífeyrissjóða starfsmanna hins opinbera.
Helstu breytingar og nýjungar: Lífeyrissjóði verði heimilt að hafa allt að 13% mun á milli eignarliða og framtíðarskuldbindinga í stað 11%. Heimilt verði að hafa meira en 10% mun á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga í sjö ár í stað sex ára.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Um er að ræða tímabundna aðgerð til að vinna tíma til að vinna að varanlegri úrlausn á stöðu A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í heildstæðu samhengi við lífeyrisréttindi og kjaramál á vinnumarkaði.
Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir voru um þetta mál.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt sem lög nr. 96/2014.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál