Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að festa og skýra betur núgildandi ákvæði í lögum.
Helstu breytingar og nýjungar: Að breyting á notkun landbúnaðarlands verði að hluta til færð frá ráðherra til sveitarfélaga sem fara með skipulagsvald samkvæmt ákvæðum skipulagslaga. Réttur ábúenda ríkisjarða til að fá ábýlisjarðir keyptar er skýrður og réttur sveitarfélaga til kaupa á ríkisjörðum á matsverði afnuminn.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á jarðalögum nr. 81/2004.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki bein áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Skipulagslög nr. 123/2010
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar almennar ábendingar bárust í umsögnum.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítilsháttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd