Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að styrkja regluverk er snýr að peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Að samræma löggjöf við tilmæli alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF.
Helstu breytingar og nýjungar: Gerð verður ríkari krafa um áreiðanleikakannanir af hálfu tilkynningarskyldra aðila. Lagt er til að gerð þeirra miðist við tiltekna viðmiðunarfjárhæð. Einnig er lagt til að tilkynningarskyldir aðilar beri kennsl á raunverulegan eiganda fjár og að fjármálastofnanir hafi virkt eftirlit með því hvort viðskiptavinir komi fram í eigin nafni.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: FATF - Financial Action Taskforce.
Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti