Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

705 | Meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum (brottfall laga um Bankasýslu, ráðgjafarnefnd)

144. þing | 1.4.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: FL | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (3.6.2015)

Samantekt

Markmið: Að mæla fyrir um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Helstu breytingar og nýjungar: Í stað Bankasýslu ríkisins verði sett á fót ráðgjafarnefnd um fjármálafyrirtæki í ríkiseigu sem verði ráðherra til ráðgjafar um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Felld verða úr gildi lög um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009 og lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum nr. 155/2012.

Kostnaður og tekjur: Lækkar útgjöld ríkissjóðs um 40 milljónir króna.

Aðrar upplýsingar:

Bankasýsla ríkisins.

Eigendastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðuneytið 1. sept. 2009.

Finansiel Stabilitet (Danmörk).

Solidium (Finnland).

Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum og minnisblöðum koma fram jákvæðar ábendingar og athugasemdir um frumvarpið og einnig hörð gagnrýni á efni þess og tilgang.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1179 | 1.4.2015
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson

Umsagnir

Fjárlaganefnd | 27.5.2015
Ríkiskaup (minnisblað)
Fjárlaganefnd | 4.6.2015
Ríkiskaup (umsögn)