Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

704 | Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald (heimagisting og flokkar veitingastaða)

144. þing | 1.4.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (30.4.2015)

Samantekt

Markmið: Að einfalda og laga núgildandi lög að breyttum aðstæðum.

Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er lagt til að þeir einstaklingar sem óska eftir að starfrækja heimagistingu þurfi ekki lengur að fá rekstrarleyfi heldur nægi þeim að skrá sig og fasteignina á vefsvæði sýslumanns. Aðilum beri þó sem fyrr að uppfylla kröfur um brunavarnir og leigutími fasteignar verði að hámarki átta vikur á ári. Þá eru felld  út viðmið og skil milli flokka sem byggjast á opnunartíma veitingastaða og gert ráð fyrir að umsagnir sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa verði sameinaðar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á nettóstöðu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Fréttatilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framlagningu frumvarpsins 1. apríl 2015.

Starfsleyfi fyrir heimagistingu.

Umsagnir (helstu atriði): Allnokkrar athugasemdir eru gerðar og sýnist sitt hverjum um þessar breytingar.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1178 | 1.4.2015

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 5.5.2015
Ferðamálastofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 29.4.2015
Mannvirkjastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2015
Mikley ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.5.2015