Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið:
Að framlengja starfstíma óbyggðanefndar til loka árs 2015 og eyða réttaróvissu um valdheimildir til að þinglýsa eignarheimildum innan þjóðlendna.
Helstu breytingar og nýjungar:
Mælt er fyrir um að ráðherra skuli hafa frumkvæði að því að þinglýsa eignarheimildum sem varða þjóðlendur. Lagt er til að náttúrumyndanir og vindorka séu felldar undir leyfisveitingarhlutverk ráðherra auk vatns- og jarðhitaréttinda, náma og jarðefna. Einnig er lagt til að heimildir sveitarfélaga til ráðstöfunar tekna, sem til falla vegna leyfisveitinga sveitarfélaga innan þjóðlendna, verði rýmkaðar og ekki bundnar við þá þjóðlendu þar sem tekjurnar verða til.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið leiði til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Óbyggðanefnd
Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum kom meðal annars fram að leyfum til nýtingar þyrfti að úthluta með gagnsæjum hætti.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd