Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AM | Staða: Úr nefnd
Markmið: Að færa ákvæði höfundalaga um réttindi höfunda til samræmis við þróun höfundalaga í öðrum norrænum ríkjum, einkum með tilliti til Evróputilskipunar um höfundarrétt í upplýsingasamfélaginu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tekið verði upp breytt orðalag á hugtakinu eintakagerð og jafnframt lagt til að notað verði orðasambandið að gera verk aðgengileg í stað hugtaksins birting. Lagt er til að lögfest verði fjögur ný samningskvaðaákvæði. Hugtakið á við um þá heimild sem notendur fá til nota á verkum á grundvelli samningskvaðar.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/29/EB frá 22. maí 2001 um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við einstök efnisatriði.
Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti