Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

701 | Höfundalög (EES-reglur, lengri verndartími hljóðrita)

144. þing | 7.4.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AM | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Innleiðing Evróputilskipunar um verndartíma höfundarréttar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að verndartími tónlistar og söngtexta verði 70 ár frá dánarári þess höfundar sem lengur lifir. Einnig er lagt til að verndartími fyrir rétt flytjenda til hljóðrita af listflutningi þeirra, sem hafa verið gefin út eða gerð aðgengileg almenningi, lengist úr 50 árum í 70 ár. Frumvarpið felur í sér nýtt ákvæði sem heimilar listflytjanda að segja upp samningi um framsal réttinda ef umsamin réttindi eru ekki nýtt í nægilegum mæli. 

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun  Evrópuþingsins og ráðsins 2011/ 77/ESB frá 27. september 2011 um breytingu á tilskipun 2006/116/EB um verndartíma höfundaréttar og tiltekinna skyldra réttinda. (Bls. 360-364).

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar. Skiptar skoðanir voru þó um nokkur atriði, einkum hvort höfundarréttur ætti að haldast í 70 ár frá andlátsári eða 50 ár.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál

Þingskjöl

Þingskjal 1175 | 7.4.2015
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 1408 | 10.6.2015
Nefndarálit    

Umsagnir