Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

698 | Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (full niðurgreiðsla vegna flutnings og dreifingar)

144. þing | 1.4.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að greiða niður að fullu húshitun þeirra sem ekki eiga kost á jarðvarma.

Helstu breytingar og nýjungar: Helsta breytingin er að skýrt verði kveðið á um skyldu ríkisins til að niðurgreiða húshitun en ekki settur fyrirvari um það svigrúm sem heimildir fjárlaga veita þannig að niðurgreiðslukerfið verði sjálfvirkt án þess að taka þurfi sérstaka ákvörðun um fjárheimildina með fjárlögum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002.

Kostnaður og tekjur:

Kostnaður ríkissjóðs mun aukast um rúmar 150 milljónir árið 2015 og um 215 milljónir króna árið 2016.

Ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum og fjárlagaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis telur að sjálfvirkt fyrirkomulag útgjalda fari ekki vel saman við rammafjárlagagerð í ríkisfjármálum. Þá telur skrifstofan að þessi aðferð sé hugsanlega í andstöðu við 41. gr. stjórnarskrárinnar.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar. Iðnaðarráðuneytið des. 2011.

 

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið.

Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir

Þingskjöl

Þingskjal 1172 | 1.4.2015
Þingskjal 1359 | 28.5.2015
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1503 | 29.6.2015
Þingskjal 1525 | 30.6.2015

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 29.4.2015
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 4.5.2015
Atvinnuveganefnd | 27.5.2015
Orkustofnun (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 27.4.2015
Rúnar Lárusson (umsögn)