Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (13.5.2015)
Markmið: Markmið frumvarpsins er að auðvelda húsnæðissamvinnufélögum að starfa á Íslandi, að auka vernd búseturéttarhafa og skýra nánar réttarstöðu þeirra, annarra félagsmanna sem og húsnæðissamvinnufélaganna sjálfra. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að sjálfbærum rekstri slíkra félaga.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að nákvæmari ákvæði verði í samþykktum húsnæðissamvinnufélaga um fjármál þeirra. Einnig er lagt til að húsnæðissamvinnufélögum verði óheimilt að kveða á um kaupskyldu á búseturétti í samþykktum sínum og búsetusamningum. Lagðar eru til breytingar sem miða að því að styrkja og skýra réttarstöðu búseturéttarhafa.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Lög á Norðurlöndum.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir sneru að mörgum þáttum frumvarpsins. Þótti mörgum frumvarpið almennt til bóta en að það mætti ganga lengra.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti