Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda og skýra tiltekin ákvæði búvörulaga, meðal annars vegna stjórnsýsluverkefna hjá Matvælastofnun.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt verði flutt til Matvælastofnunar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru nr. 99/1993 og auk þess eru gerðar lítilsháttar breytingar á lögum um Matvælastofnun nr. 80/2005 og tollalögum nr. 88/2005.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands. Ríkisendurskoðun, mars 2011.
Skýrsla um eftirfylgni : Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands. Ríkisendurskoðun, mars 2014.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en Bændasamtökin og aðilar tengdir landbúnaði mótmæla flutningi þessara stjórnsýsluverkefna til Matvælastofnunar og leggja til að verkefnin verði flutt í sjálfstæða stofnun undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Atvinnuvegir: Viðskipti