Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

693 | Byggðaáætlun og sóknaráætlanir (heildarlög)

144. þing | 1.4.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að samhæfa aðgerðir í byggðamálum.

Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að hlutverk og skipan stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál verði fært í lög. Verkefni hópsins eru meðal annars að vinna með landshlutasamtökum sveitarfélaga að gerð sóknaráætlana og að vinna með Byggðastofnun að gerð þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en gerðar eru lítilsháttar breytingar á lögum um Byggðastofnun nr. 106/1999.

Kostnaður og tekjur: Í fjárlögum ársins 2015 er gert ráð fyrir tæpum milljarði í þennan málaflokk.

Aðrar upplýsingar:

Byggðastofnun

Stýrinet stjórnarráðsins

Byggðakort ESA

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar styðja frumvarpið.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 1167 | 1.4.2015
Þingskjal 1424 | 12.6.2015
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1500 | 29.6.2015
Þingskjal 1523 | 30.6.2015

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 19.5.2015
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.6.2015
Ferðamálastofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 22.5.2015
Skaftárhreppur (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.6.2015
Skipulagsstofnun (umsögn)