Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að setja heildarlög um veiðigjald til þriggja ára.
Helstu breytingar og nýjungar: Veiðigjald verði ákveðið til þriggja ára á grundvelli sömu aðferðar og viðhöfð var við ákvörðun gjaldanna fyrir yfirstandandi fiskveiðiár 2014/2015. Þá er ákveðið tiltekið lágmarksveiðigjald á alla stofna, veiðigjaldsnefnd verði falið að reikna framlegð við veiðar á einstökum nytjastofnum og afkomuígildi, sérstakt álag verði lagt á veiðigjald í makríl og veiðigjald verði innheimt í staðgreiðslu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um veiðigjöld nr. 74/2012 sem hér eftir eiga að heita lög um veiðigjald. Lögin eiga að falla úr gildi 31. des. 2018.
Kostnaður og tekjur: Eykur tekjur ríkissjóðs um um það bil 15 milljarða króna á þessu ári.
Aðrar upplýsingar:
Fréttatilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framlagningu frumvarpsins 1. apríl 2015.
Umsagnir (helstu atriði): Margar athugasemdir eru gerðar varðandi veiðigjöld almennt sem og efnislegar athugasemdir við einstaka greinar.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, þar á meðal var álag á veiðigjald á makríl fellt burt, frítekjumark smærri útgerða í bolfiski var aukið og álag á veiðigjald bolfisks var lækkað úr 20% í 5% en hækkað á uppsjávarfisk úr 20% í 25%.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti