Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 33 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (30.4.2015)
Markmið: Að kvótasetja markríl til sex ára.
Helstu breytingar og nýjungar:
Af leyfilegum heildarafla í makríl verði 90% ráðstafað til fiskiskipa á grundvelli veiðireynslu á árunum 2011–2014, 5% verði ráðstafað sérstaklega til fiskiskipa sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum árin 2009–2014 og 5% verði ráðstafað í hlutfalli við þann hluta makrílafla skipa sem var unninn til manneldis á árunum 2009 og 2010. Kvóta verður úthlutað til sex ára sem framlengist árlega um eitt ár í senn að óbreyttu.
Kostnaður og tekjur: Eykur tekjur ríkissjóðs um um það bil 1,5 milljarða króna á þessu ári.
Aðrar upplýsingar:
Fréttatilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framlagningu frumvarpsins 1. apríl 2015.
Álit umboðsmanns Alþingis. Sjávarútvegsmál. Stjórn fiskveiða. Úthlutun aflaheimilda. Aflahlutdeildarsetning makríls. Lögmætisreglan. Meinbugir á lögum. (Mál nr.7021/2012 og 7400/2013).
Vakin er athygli á ítarlegri skýrslu um makrílveiðar í greinargerð frumvarpsins.
Umsagnir (helstu atriði): Flestir umsagnaraðilar eru mjög gagnrýnir á frumvarpið.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Hagstjórn: Skattar og tollar