Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða tilskipanir ESB.
Helstu breytingar og nýjungar: Færa á eftirlit með raf- og rafeindabúnaði frá Umhverfisstofnun til Mannvirkjastofnunar, skerpa á ýmsum atriðum í núgildandi lögum og innleiða tilskipanir sem einkum fjalla um eldsneyti.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á efnalögum nr. 61/2013.
Kostnaður og tekjur: Eykur kostnað ríkissjóðs um 15 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárlögum ársins.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/126/EB um II. áfanga endurheimtar bensíngufu við eldsneytistöku fyrir vélknúin ökutæki á bensínstöðvum.
Tilkipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/30/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og innleiðing kerfis til að fylgjast með og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/33/ESB um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 517/2014 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Umsagnir (helstu atriði): Minni háttar efnislegar athugasemdir koma fram hjá umsagnaraðilum.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti