Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Markmið frumvarpsins er að bæta framkvæmd lögræðislaga og tryggja að lagaumhverfi og verklag sé í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á ákvæðum laganna til að undirbúa fullgildingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helstu breytingar varða ákvæði um lögræði, sviptingu lögræðis, meðal annars málsmeðferð, nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og eftirlit þeirra með lögráðamönnum, skrár á grundvelli laganna og yfirfærslu verkefna frá ráðuneytinu til sýslumanna og Þjóðskrár Íslands.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lögræðislög nr. 71/1997.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum gæti kostnaður innanríkisráðuneytisins vegna starfa trúnaðarlæknis og ráðgjafa aukist um allt að 6 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Skýrsla nefndar Evrópuráðsins gegn pyndingum (CPT).
Report to the Icelandic Government on the visit to Iceland carried out by the European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment (CPT) from 18 to 24 September 2012.
Svar íslenskra stjórnvalda.
Response of the Icelandic Government to the report of the European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment (CPT) on its visit to Iceland from 18 to 24 September 2012.
Umsagnir (helstu atriði): Margar ítarlegar umsagnir bárust. Meðal þess sem bent var á var að í 2. gr. frumvarpsins er hámarkstími lögræðissviptingar ekki áskilinn og er hugsanlegt að það samræmist ekki ákvæðum 12. gr. samnings SÞ. Einnig var lýst yfir vonbrigðum með að ekki hefði verið ráðist í víðtækari breytingar á lögunum þótt margar af þeim breytingum sem lagðar eru til séu til bóta.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Samfélagsmál: Félagsmál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál