Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

673 | Vopnalög (skoteldar, EES-reglur)

144. þing | 27.3.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Innleiðing tveggja Evróputilskipana sem varða öryggi skotelda.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið varðar fyrst og fremst innflytjendur og söluaðila skotelda. Lagðir eru til öryggisstaðlar sem skoteldar verða að uppfylla til þess að verða settir á markað. Lagt er til að sett verði ákvæði um CE-samræmismerkingu, ábyrgð framleiðenda og innflytjenda, gerðarviðurkenningu og markaðseftirlit. Komið verður á kerfi til að auðkenna og rekja sprengiefni til almennra nota.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið að lögum hefur það ekki teljandi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum gerði Mannvirkjastofnun meðal annars athugasemdir við tillögur um fyrirkomulag markaðseftirlits með skoteldum og lagði til að því yrði komið fyrir hjá stofnun sem hefur fagþekkingu á málefninu. Neytendastofa benti á að eftirlitið geti ekki talist rúmast innan þeirra verkefna sem stofnunin sinnir þegar.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1143 | 27.3.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 1318 | 21.5.2015
Þingskjal 1497 | 29.6.2015
Þingskjal 1519 | 30.6.2015

Umsagnir