Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni.
Helstu breytingar og nýjungar: Staðgöngumæðrun verður eingöngu heimil í velgjörðarskyni. Barni er tryggður réttur til að þekkja uppruna sinn. Sérstök nefnd um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verður sett á fót. Sett eru skilyrði sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla. Kveðið er á um skilyrði fyrir væntanlega foreldra. Óheimilt verður að nota kynfrumur staðgöngumóður og skylt verður að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna nr. 55/1996.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs hækki um 4 milljónir kr. árið 2016 en um 3,5 milljónir kr. á ári til frambúðar eftir það.
Aðrar upplýsingar: Áfangaskýrsla vinnuhóps heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun. Heilbrigðisráðuneytið, 5. febrúar 2010.
Afgreiðsla:
Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi