Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (18.5.2015)
Markmið: Að heimila og stuðla að miðlun upplýsinga um misgerð, tryggja vernd uppljóstrara og stuðla að gagnsæi um upplýsingar sem varða almannahagsmuni og eiga erindi til almennings.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið tekur til uppljóstrara sem miðla, hyggjast miðla, gera tilraun til að miðla eða eru grunaðir um að miðla upplýsingum um misgerð eða eru í góðri trú um að upplýsingarnar séu um misgerð.
Það tekur til upplýsinga sem varða ríki, sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðra opinbera aðila, lögaðila í opinberri eigu að hluta eða að fullu og starfsemi einkaaðila.
Í frumvarpinu er kveðið á um skilyrði fyrir vernd uppljóstrara og réttindi þeirra.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpinu.
Aðrar upplýsingar: Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu. Sjá bls. 6-58.
Samningur Evrópuráðsins á sviði refsiréttar um spillingu. Sjá bls. 6-22.
Samningur Evrópuráðsins á sviði einkamálaréttar um spillingu. Civil Law Convention on Corruption.
Þing Evrópuráðsins: Resolution 1729 (2010). Protection of "whistle-blowers".
Þing Evrópuráðsins: Recommendation 1916 (2010). Protection of "whistle-blowers".
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. (Persónuverndartilskipunin). Sjá einkum 29. gr.
Opinion 1/2006 on the application of EU data protection rules to internal whistleblowing schemes in the fields of accounting, internal accounting controls, auditing matters, fight against bribery, banking and financial crime.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt sammála meginmarkmiðum frumvarpsins. Margir umsagnaraðilar töldu að vinna þyrfti frumvarpið betur, líta til fleiri þátta og skýra ákvæði þess nánar.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Viðskipti