Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða Evróputilskipanir og -reglugerðir á sviði lyfjagátar.
Helstu breytingar og nýjungar: Með lyfjagát er átt við skyldu markaðsleyfishafa og eftirlitsaðila til að skrá og tilkynna aukaverkanir lyfja.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/84/ESB frá 15. desember 2010 um breytingu, að því er varðar lyfjagát, á tilskipun 2001/83/EB um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. (Bls. 725-750).
Umsagnir (helstu atriði): Ein umsögn barst frá Lyfjastofnun. Hún telur breytingartillögur sínar nauðsynlegar til þess að gildandi reglur Evrópska efnahagssvæðisins komi til framkvæmda hér á landi með réttum og fullnægjandi hætti.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Atvinnuvegir: Viðskipti