Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

644 | Dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim (leyfisveitingar og EES-reglur)

144. þing | 24.3.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að heimila innleiðingu reglugerða frá ESB.

Helstu breytingar og nýjungar: Leyfisveiting sem veitir undanþágur frá banni við innflutningi á tilteknum vörutegundum verður alfarið færð til Matvælastofnunar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
nr. 25/1993.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Matvælastofnun.

Reglugerð ESB um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, nr. 1774/2002.

Reglugerð ESB um heilbrigðisreglur er varða aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, nr. 1069/2009.

 

 

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en benda á að Eftirlitsstofnun EES (ESA) telji að fyrirkomulag leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á fersku kjöti standist ekki.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður

Þingskjöl

Þingskjal 1107 | 24.3.2015
Þingskjal 1354 | 28.5.2015
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1522 | 30.6.2015

Umsagnir