Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

643 | Innflutningur dýra (erfðaefni holdanautgripa)

144. þing | 24.3.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að rýmka heimildir til innflutnings erfðaefna búfjár.

Helstu breytingar og nýjungar: Heimilt verður að veita leyfi til innflutnings á erfðaefni holdanautgripa og Matvælastofnun fær auknar heimildir til gjaldtöku vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar við innflutning.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um innflutning dýra nr. 54/1990.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Matvælastofnun.

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi (2014). Reykjavík: Matvælastofnun.

Nautakjötsframleiðsla og staða holdanautastofnsins á Íslandi (janúar 2013). Reykjavík: Atvinnuvegaráðuneytið.

Skýrsla starfshóps um eflingu nautakjötsframleiðslu á Íslandi (júlí 2013). Reykjavík: Atvinnuvegaráðuneytið.

Umsagnir (helstu atriði): Skiptar skoðanir koma fram í umsögnum um hvort heimila eigi innflutning erfðaefna holdanautgripa en um önnur atriði frumvarpsins er ekki deilt.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 1106 | 24.3.2015
Þingskjal 1491 | 29.6.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1540 | 30.6.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1590 | 1.7.2015

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 17.5.2015
Bændasamtök Íslands, meiri hluti stjórnar (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.5.2015
Atvinnuveganefnd | 20.5.2015
Landssamband kúabænda (v. ums. meirihluta stjórnar Bændasamtaka Íslands) (athugasemd)
Atvinnuveganefnd | 20.5.2015
Landssamband kúabænda (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 15.5.2015
Laufey Bjarnadóttir og fleiri (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.5.2015
Örn Karlsson (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 18.5.2015
Sigurður Sigurðarson (athugasemd)