Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að rýmka heimildir til innflutnings erfðaefna búfjár.
Helstu breytingar og nýjungar: Heimilt verður að veita leyfi til innflutnings á erfðaefni holdanautgripa og Matvælastofnun fær auknar heimildir til gjaldtöku vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar við innflutning.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um innflutning dýra nr. 54/1990.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi (2014). Reykjavík: Matvælastofnun.
Nautakjötsframleiðsla og staða holdanautastofnsins á Íslandi (janúar 2013). Reykjavík: Atvinnuvegaráðuneytið.
Skýrsla starfshóps um eflingu nautakjötsframleiðslu á Íslandi (júlí 2013). Reykjavík: Atvinnuvegaráðuneytið.
Umsagnir (helstu atriði): Skiptar skoðanir koma fram í umsögnum um hvort heimila eigi innflutning erfðaefna holdanautgripa en um önnur atriði frumvarpsins er ekki deilt.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Hagstjórn: Skattar og tollar