Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að skýra og samræma viðurlög við brotum á fjármálamarkaði.
Helstu breytingar og nýjungar: Í aðalatriðum er verið að samræma og skýra viðurlög við brotum en nefna má að hámarksfjárhæðir stjórnvaldssekta á einstaklinga verða hækkaðar úr 20 í 65 milljónir króna. Þá bætist við heimild til þess að ákvarða stjórnvaldssekt með hliðsjón af fjárhagslegum ávinningi hins brotlega og lagt er til að tiltekin brot geti varðað fangelsi allt að sex árum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á 12 lögum sem tengjast fjármálamarkaði.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með þeim.
Umsagnir (helstu atriði): Gerðar er töluverðar efnislegar athugasemdir við frumvarpið.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítilsháttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti