Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

605 | Meðferð einkamála o.fl. (aukin skilvirkni, einfaldari reglur)

144. þing | 5.3.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka skilvirkni við afgreiðslu dómsmála með því að einfalda reglur og auka afköst og hraða við meðferð mála. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skýrslutökur af börnum yngri en 15 ára skuli að jafnaði fara fram í sérútbúnu húsnæði. Ákvæði um hver taki ákvörðun um þóknun til lögmanns dómfellda eða ákærða eru skýrð. Lagt er til að sérstaklega verði kveðið á um heimildir til birtingar á niðurstöðum héraðsdóma og að settar verði reglur um afmáningu viðkvæmra upplýsinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Lög um dómstóla nr. 15/1998.

Kostnaður og tekjur: Telja má allnokkrar líkur á því að tímagjald réttargæslumanna og verjenda verði hækkað frá því sem nú er. Gangi það eftir má gera ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna málskostnaðar í opinberum málum geti aukist umtalsvert en ekki er hægt að áætla hversu mikið.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar þótt athugasemdir væru gerðar við einstaka greinar. Vakin var athygli á því að 15-18 ára einstaklingar væru enn börn í lagalegum skilningi, einnig var bent á að æskilegt væri að leggja þá skyldu á dómara að kveða til einstakling með sérþekkingu á málefnum barna til þess að aðstoða við skýrslutöku (18. gr. frumvarpsins).

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1049 | 5.3.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 1363 | 29.5.2015
Þingskjal 1488 | 29.6.2015
Þingskjal 1513 | 30.6.2015

Umsagnir