Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

579 | Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. (aukin skilvirkni, skipulag, Þróunarsamvinnustofnun Íslands)

144. þing | 27.2.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: UT | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að auka skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.

Helstu breytingar og nýjungar: Öll verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færast til utanríkisráðuneytisins, sem fer hér eftir með framkvæmd allrar þróunarsamvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda. Þróunarsamvinnustofnun er lögð niður.

Lagðar eru til breytingar á stærð og hlutverki þróunarsamvinnunefndar. Núverandi samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu verður lagt niður.
Lagðar eru til breytingar á lögum um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu til að mæta þróun sem átt hefur sér stað í því umhverfi sem hún starfar í.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008.
Lög um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu nr. 73/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs vegna reksturs og styrkja í þessum málaflokki, verði það óbreytt að lögum, þar sem gengið er út frá því að mögulegur ávinningur af samlegð verkefna verði notaður til að auka starfsemina að öðru leyti.

Aðrar upplýsingar:

Búsanyfirlýsingin um árangur í þróunarsamvinnu.
DCD/DAC (2013). Special Review of Iceland – Final Report.
DAC member profile: Iceland.
OECD/DAC (október 2014). Development Cooperation Report 2014. Mobilizing Resources for Sustainable Development.
Parísaryfirlýsingin og Accra-aðgerðaráætlunin.
Þórir Guðmundsson (2014). Þróunarsamvinna Íslands : skipulag, skilvirkni og árangur : skýrsla til utanríkisráðherra
Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Umsagnir (helstu atriði): Þrjár ítarlegar umsagnir bárust. Efasemda gætti um ágæti frumvarpsins, meðal annars þess að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1004 | 27.2.2015
Flutningsmenn: Gunnar Bragi Sveinsson
Þingskjal 1448 | 16.6.2015
Nefndarálit    

Umsagnir