Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: UT | Staða: Úr nefnd
Markmið: Að auka skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.
Helstu breytingar og nýjungar: Öll verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færast til utanríkisráðuneytisins, sem fer hér eftir með framkvæmd allrar þróunarsamvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda. Þróunarsamvinnustofnun er lögð niður.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs vegna reksturs og styrkja í þessum málaflokki, verði það óbreytt að lögum, þar sem gengið er út frá því að mögulegur ávinningur af samlegð verkefna verði notaður til að auka starfsemina að öðru leyti.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Þrjár ítarlegar umsagnir bárust. Efasemda gætti um ágæti frumvarpsins, meðal annars þess að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður.
Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins