Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

571 | Fjármálafyrirtæki (starfsleyfi, aukið eftirlit o.fl., EES-reglur)

144. þing | 25.2.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 22 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að aðlaga íslenskan rétt nýju regluverki ESB á sviði fjármálamarkaðar.

Helstu breytingar og nýjungar: Breytingarnar snúa einkum að þeim ákvæðum sem fjalla um starfsleyfi, eftirlitskerfi með áhættu, virka eignarhluti, stjórn og starfsmenn fjármálafyrirtækja, innri stjórnarhætti, starfskjör og kaupaukastefnu fjármálafyrirtækis, stórar áhættuskuldbindingar, eigið fé o.fl. Þá er lagt til að sérstakur eiginfjárauki (e. Capital Buffer) verði innleiddur í íslenskan rétt sem felur í sér að fjármálafyrirtæki þurfa að halda eftir sem nemur 2,5% af áhættugrunni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Kostnaður og tekjur: Hefur óveruleg áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Basel Committee on Banking Supervision (Basel-nefndin um bankaeftirlit).

Basel III staðallinn, sem verið er að innleiða í Evrópulöggjöf: Basel III: A global regulatory framework for more resilient banks and banking systems (revised 2011).

Tilskipun 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með þeim.

Reglugerð 2013/575/ESB um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja (CRR).

Umsagnir (helstu atriði): Þótt umsagnir séu almennt jákvæðar eru gerðar fjölmargar efnislegar athugasemdir einkum hvað varðar skýrleika og skilgreiningar.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með töluverðum breytingum. Reglum um kaupauka var til dæmis að mestu úthýst en Fjármálaeftirlitinu veittar auknar heimildir til að setja fjármálafyrirtækjum slíkar reglur.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 990 | 25.2.2015
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1509 | 30.6.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1510 | 30.6.2015
Þingskjal 1593 | 2.7.2015
Þingskjal 1604 | 2.7.2015

Umsagnir

Virðing ehf. (athugasemd)