Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (24.3.2015)
Markmið: Að samræma heimildir um veitingu erlendra lána.
Helstu breytingar og nýjungar: Heimildir til að veita erlend lán verða samræmdar með tilgreind varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Hugtakið erlent lán verður notað sem samheiti yfir lán í erlendum gjaldmiðlum og gengistryggð lán í íslenskum krónum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 og lögum um neytendalán nr. 33/2013.
Kostnaður og tekjur: Hefur lítilsháttar áhrif á útgjöld.
Aðrar upplýsingar:
Rökstutt álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), 22. maí 2013, um að bann íslenskra laga við gengistryggingu samræmist ekki meginreglu EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði.
Ný umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins (2014).
Tilskipun 2014/17/ESB um lánssamninga til neytenda sem tengjast fasteignum.
Leiðbeinandi tilmæli Evrópska kerfisáhætturáðsins um lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum (2011).
Tilmæli Evrópska kerfisáhætturáðsins um lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum (Uppfært 2013).
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar hafa miklar efasemdir um að almenningi verði heimilt að taka erlend lán, nema með miklum takmörkunum.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Efnahagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti