Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

560 | Landmælingar og grunnkortagerð (gjaldfrjáls landupplýsingagrunnur)

144. þing | 23.2.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (20.3.2015)

Samantekt

Markmið: Að festa í sessi framkvæmd um gjaldfrjálsa notkun gagna Landmælinga Íslands og tryggja samræmi í lögum um stofnunina.

Helstu breytingar og nýjungar: Landmælingum verður heimilt að miðla upplýsingum í þeim mælikvörðum sem henta hverju sinni, mælt er fyrir um samráð við miðlun stafrænna upplýsinga og gjaldtökuheimild stofnunarinnar á efni sem nýtur höfundarréttar ríkisins verður felld niður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um landmælingar og grunnkortagerð.
nr. 103/2006.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Landmælingar Íslands.

Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011.

Stafrænt skipulag. Samantekt um högun skipulagsupplýsinga í Danmörku, Noregi og á Íslandi, ásamt tillögum (2011). Reykjavík. Umhverfisráðuneytið, Skipulagsstofnun, Landmælingar Íslands og Alta. 

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir skiptast nokkuð í tvö horn; opinberir aðilar fagna frumvarpinu en einkaaðilar og samtök þeirra mótmæla því og segja það skekkja samkeppnisstöðu og auka útgjöld ríkissjóðs sem hægt væri að komast hjá.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 974 | 23.2.2015
Flutningsmenn: Sigrún Magnúsdóttir

Umsagnir

Alta ehf (umsögn)
Loftmyndir ehf (athugasemd)
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins (umsögn)