Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta og auka lítillega við núgildandi lög.
Helstu breytingar og nýjungar: Að bæta við ákvæði sem heimilar löglega boðuðum fundi í veiðifélagi að nýta eignir veiðifélags og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Verið er að bregðast við dómi Hæstaréttar nr. 676/2013 þar sem talið var að það þyrfti samþykki allra félagsmanna í veiðifélagi til að ráðstafa eignum þess.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru yfirleitt jákvæðar.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Atvinnuvegir: Viðskipti