Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

512 | Meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur)

144. þing | 29.1.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja skýran ramma utan um sinubrennu, bálkesti og meðferð elds á víðavangi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Verði frumvarpið að lögum verður sinubrenna eingöngu heimil á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður og einungis í rökstuddum tilgangi í jarðrækt eða búfjárrækt og þá samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns. Þá verður óheimilt að
brenna bálköst nema með skriflegu leyfi sýslumanns nema ef brenndur er minna en einn rúmmetri af efni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. nr. 61/1992.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Áhættuskoðun Almannavarna. Helstu niðurstöður (2011). Reykjavík: Ríkislögreglustjórinn, almannavarnadeild. Sjá bls. 13-14 og 94-95.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar eru nær allir samþykkir frumvarpinu og gera fáar athugasemdir.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 889 | 29.1.2015
Flutningsmenn: Sigrún Magnúsdóttir
Þingskjal 1253 | 30.4.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1350 | 27.5.2015
Flutningsmenn: Róbert Marshall
Þingskjal 1375 | 1.6.2015
Flutningsmenn: Jón Þór Ólafsson
Þingskjal 1538 | 30.6.2015

Umsagnir